Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten TageSÖGUÁGRIP KIRKJUNNAR

Hér er hægt að finna ágrip á sögu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Tengingar eru yfir í ensku vefsíðuna www.mormon.org sem hefur að geyma nánari lýsingu á lykilatriðum.

Vorið 1820 hélt 14 ára gamall piltur að nafni Joseph Smith út í trjálund nokkurn nærri heimili sínu í Palmyra, New York, og flutti bæn, bæn í þeim tilgangi að komast að því í hvaða kirkju hann ætti að ganga. Hann hlaut bænheyrsu með þeim hætti að  Guð faðirinn og sonur hans Jesús Kristur birtust honum á sama hátt og himneskar verur birtust spámönnum líkt og Móse og Páli á tímum Biblíunnar. Joseph var sagt að kirkjan sem Jesús Kristur hafði eitt sinn stofnað væri þá ekki til á jörðu.

Joseph Smith var útvalinn af Guði til að endurreisa kirkju Jesú Krists á jörðunni. Joseph var á næstu tíu árum vitjaður af fleiri himneskum sendiboðum. Hann þýddi Mormónsbók hlaut valdsumboð til að stofna kirkjuna. Kirkjan var stofnuð 6. apríl 1830 í Fayette, New York, og var Joseph Smith forsvarsmaður hennar. Kirkjan hefur nú vaxið í skipulögð samtök og þegnar hennar og söfnuðir eru dreifðir um heim allan.

 

 

Meira um "Söguágrip kirkjunnar"