Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten Tage

HJÁLPARSTARF

Í öllum samfélögum er fólk sem þarfnast umönnunar. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu veitir aðstoð þegar hvorki einstaklingurinn sjálfur né fjölskylda hans getur ekki séð fyrir eigin þörfum. Það er í samræmi við kenningar fagnaðarerindis Jesú Krists um að bera hver annars byrðar (Galatabréfið 6:2). Velferðar- og mannúðarstarf kirkjunnar er þekkt og virt á alþjóðavísu. Það byggist á því að hjálpa einstaklingum að vera sjálfum sér nógir. Vinnusemi og sjálfstæði eru höfð í fyrirrúmi slíks starfs.

Kirkjan veitir kirkjuþegnum neyðarhjálp sem og öðrum hvervetna um heim, án tillits til trúar, kynþáttar eða þjóðernis. Þegar Evrópubúar þurftu neyðaraðstoð að seinni heimsstyrjöld lokinni, lét kirkjan t.d. af hendi rakna fatnað og vörur til handa kirkjuþegnum í Evrópu sem og til annarra hvarvetna um heim.

Hjálparstarf hefur fram til þessa verið innt af hendi í 147 löndum og tugir milljóna dollara eru helgaðir starfi þessu á ári hverju.

Hjálparstofnanir kirkjunnar, til að mynda "HLT Aktion Norhilfe" í Þýskalandi og alheimsstofnunin "LDS Charities" starfa oft saman með þekktum hjálparstofnunum á borð við Rauða krossinn.

 

Meira um "Hjálparstarf"