Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten Tage


GRUNDVALLARKENNINGAR

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, sem stundum er nefnd „Mormónakirkjan,“ gefur sig út fyrir að vera eina kristna kirkjan sem hefur valdsumboð frá Jesú Kristi. Kirkjan er hliðstæð frumkirkjunni sem Kristur stofnaði í jarðneskri þjónustu sinni hvað varðar trú, kenningar, valdsumboð og skipulag. Postular Krists spáðu að kirkjan sem Kristur stofnaði myndi hverfa af jörðu (2 Þessalónikubréfið 2:8) og að hann myndi endurreisa kirkjuna fyrir síðari komu sína (Postulasagan 3:19–21).

Jesús Kristur hélt áfram að veita postulum sínum opinberanir um stjórnun kirkju sinnar, eftir uppstigningu sína til himins. En þegar þeir dóu átti sér stað mikið fráhvarf frá sannleikanum, þrátt fyrir viðleitni margra til að lifa réttlátu lífi. Að lokum hurfu valdsumboðið og sannleikurinn sem kirkjan kenndi er Kristur stofnaði.

Árið 1820 hóf Jesús Kristur að endurreisa kirkju sína fyrir tilstilli spámannsins Josephs Smith. Kirkjan hefur frá þessum tíma vaxið í það að verða alheimskirkja með fleiri en 13 milljónir kirkjuþegna.

 

Meira um "Grundvallarkenningar"