Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten TageFJÖLSKYLDAN

Hjónabandið og fjölskyldan eru kjarninn í áætlun skaparans um eilíf örlög barna hans. Páll postuli sagði: „Þó er hvorki konan óháð manninum né maðurinn konunni í samfélaginu við Drottin“ (1. Korintubréfið 11:11). Guð bauð einnig að maðurinn og konan ættu að margfaldast og uppfylla jörðina innan vébanda hjónabandsins (1. Mósebók 1:28), að þau ættu með öðrum orðum að eiga börn og stofna fjölskyldu.

Þessi kenningarlegi grunnur varð til þess að Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu lagði gunn að og kom í framkvæmd verkefnaáætlun til að efla hjónabandið og fjölskylduna. Þrátt fyrir ólíka menningarheima hefur kirkju Jesú Krists tekist hvarvetna um heim að efla skilning á gildi fjölskyldunnar og stuðla að því að fjölskyldan sé þungamiðja í lífi kirkjuþegna og að þeir séu meðvitaðir um að hjónabandið og fjölskyldan vari handan dauða – séu eilíf.

Fjölskyldan leggur því að langmestu leyti grunn að eigin þroska okkar. Innan hennar ríkir ástríki og fólk kennir og hjálpar hvert öðru. Við deilum þar sorg og gleði. Innan fjölskyldunnar getur fólk þurft að takast á við mikil vandamál og einnig upplifað sínar hamingjuríkustu stundir. Það krefst tíma og vinnu að rækta fjölskyldubönd, líkt og á við um allt það sem er mikils virði.


 

Meira um "Fjölskylduna" er að finna undir "Fjölskyldan og musteri"