Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten TageÆTTFRÆÐIRANNSÓKNIR

Þegnar Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, einnig þekktir sem „Mormónar,“ eru virkir í ættfræðivinnslu. Margir kirkjuþegnar leita ættfræðiheimilda til að bera kennsl á áa sína. Samkvæmt kenningum kirkjunnar hafa þegnar hennar skyldum að gegna gagnvart látnum ættmennum, sem ekki höfðu fagnaðarerindi Jesú Krist sem valkost er þeir lifðu og til að gera þeim aðgengilegar ákveðnar helgiathafnir þess, svo sem skírn í musteri kirkjunnar með staðgengli (1. Korintubréfið 15:29).

Kirkjan rekur eitt stærsta ættfræðisafn í heiminum: Ættfræðisafnið í Salt Lake City, Utah. Það er opið almenningi, sem fengið getur aðgengi að milljónum heimildarskjala með fæðingardögum, giftingardögum, dánardögum. Þjónustan er gjaldfrjáls.

Kirkjan rekur einnig Opens internal link in current windowættfræðisöfn í greinum kirkjunnar um allan heim, sem eru öllum opin er áhuga hafa á ættfræði.

Hægt er að rekja ættir og verða sér úti um heimildir á ættfræðivefsíðu kirkjunnar: www.familysearch.org.

 

Meira um "Ættfræðirannsóknir" er að finna undir "Fjölskyldan og musteri"