Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten Tage

TÓNLIST OG HIÐ TALAÐA ORÐ

Fyrsta dagskrá til keðju útvarpsstöðva frá Laufskálakór mormóna (með hljóðfærið, kórinn, og þulinn notandi sama hljóðnemann) var send út 15. júlí 1929. Í dag, eftir meira en 75 ár og yfir 4000 útsendingar, er „Tónlist og hið talaða orð“ elsta samfellda keðjuútsending sem nær til alþjóðar í Ameríku.

Sagan

Fyrsta útsending Tónlistar og hins talaða orðs var á heitu sumarkvöldi í Laufskálanum við Musteristorg, 15. júlí 1929. Þulurinn klifraði upp stiga til að tala í hinn eina og sanna hljóðnema, sem hékk niður úr loftinu. Hann húkti þarna í stiganum allan hálftímann sem útsending stóð yfir. Útsendingar verkfræðingurinn fékk fyrirmæli í gegnum síma hvenær ætti að byrja. Þulurinn fékk merki með handhreyfingum. Hann byrjaði:  „Frá krossgötum vestursins, bjóðum við ykkur velkomin á dagskrá andlegrar tónlistar og talaðs orðs.“  Þessi orð, frá meira en sjö áratugum síðan, eru enn upphafsorð dagskrárinnar.

Í dag er Tónlist og hið talaða orð orðin lengst útsenda samfellda keðjuútsending í heimi og birtist á meira en 2000 útvarps- og sjónvarpsstöðvum og kapalkerfum. Hún hefur verið send út frá ýmsum stöðum í landinu og úti um heiminn. Allt frá fyrstu útsendingu, hefur útsendingin gengið framúrskarndi vel. Forseti útvarpskeðjunnar sendi skeyti: „Ykkar dásamlega Laufskálaprógram vekur mikla athygli í New York. Hef heyrt frá leiðandi prestum. Allir hrifnir af þættinum. Bíðum eftirvæntingarfullir eftir þeim næsta.“ Þátturinn var kominn á fulla ferð. Á árinu 1954, til að minnast 25 ára afmælis útsendinga Tónlistar og hins talaða orðs, ræddi tímaritið Life um arfleyfð þáttarins með þessum orðum: „Þeir sem þekkja þennan þátt … þarfnast ekki röksemda til að hlusta á þættina. Milljónir hafa hlustað á þá, og fleiri milljónir, það er von okkar, munu hlusta á þá á komandi árum. Þeir eru þjóðleg stofnun sem við megum vera hreykin af. Með öllum þessum hæðum og lægðum, sveiflum og snúningum liðinna 75 ára, hefur þessi útsending gengið um síður sögunnar. Hún hefur lyft andanum, huggað sálir, og fært eina kynslóð á fætur annarri nær hinu guðlega.“

Í hverri viku frá 1929, hefur ungum eyrum verið þrýst upp að útvarpstækjunum, aldnar hendur hafa fundið kunnuglegar stillingar stöðva, og áhyggjusöm augu leitað trausts vinar, útsendingar kórsins á Tónlist og hins talaða orð. Og þótt tímar og tækni hafi breyst, hefur kjarni þessara útsendinga verið hinn sami. Í heimi sem svo oft er hávaðasamur og sem í uppnámi, hefur Tónlist og hið talaða orð verið velkominn léttir. Þeir eru viti vonar sem stillir áhuggjusöm hjörtu og færir gleði. Núna, þegar við hefjum 75. ár samfelldrar útsendingar, lítum við til framtíðar og stöldrum við, svo sem við gerum á hverjum sunnudegi og segjum: „Megi friður vera með ykkur, nú í dag sem og ævinlega.“