Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten TageNOKKRAR LYKILSTAÐREYNDIR

 • Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er ein þeirra kristnu kirkna í heiminum sem vaxa hraðast.
 • Þótt á Íslandi séu aðeins í kringum 200 þegnar kirkjunnar eru þeir rúmlega 13.000.000 í heiminum öllum.
 • Eitt af því sem einkennir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er sú staðreynd að yfirleitt eru leiðtogar okkar prestdæmishafar sem eru ólaunaðir leikmenn.
 • Æðsta forsætisráðið sem samanstendur af þremur mönnum, ásamt Tólfpostularáðinu stjórna starfi kirkjunnar um allan heim. Þeir hafa aðsetur í Salt Lake City, Bandaríkjunum.
 • Höfuðstöðvar kirkjunnar fyrir Evrópu eru í Frankfurt.
 • Átta til tíu trúboðar starfa hér á landi að jafnaði og koma frá ýmsum löndum, flestir þó frá Bandaríkjunum. Héðan hafa nokkur ungmenni farið í trúboð og lætur nærri að héðan sé einn trúboði að störfum að meðaltali hin síðari ár, en í heiminum öllum starfa nú yfir 53.600 trúboðar.
 • Mikil áhersla á fjölskyldulíf, bindindi á vín og tóbak, og áhersla á háar siðgæðiskröfur einkenna trú Síðari daga heilagra.
 • Ezra Taft Benson, meðlimur Tólfpostulasveitarinnar, landbúnaðarráðherra í stjórn Eisenhowers, og síðar forseti kirkjunnar, skipulagði mikið hjálparstarf til aðstoðar fólki í Þýskalandi skömmu eftir Síðari heimsstyrjöldina. Síðar varð sú hjálparstofnun þekkt undir nafninu CARE.
 • Kirkjan veitir mannúðarhjálp um allan heim, óháð þjóðerni, kynstofnum eða trúarbrögðum. Þannig gáfu þýskir þegnar kirkjunnar Rauða krossinum 110.000 evrur til handa fórnarlömbum Nyiragongo-eldgossins í janúar 2002. Kirkjan stendur einnig í viðamikilli mannúðaraðstoð víða um heim. Frá 1985, hefur aðstoð sem metin er á tæplega 500 milljónir dala verið veitt í 163 löndum.
 • Borgum í þremur Evrópulöndum sem illa urðu úti í flóðum var veitt fjárhagsaðstoð frá kirkjunni. Kirkjan vann með stjórnvöldum og hjálparstofnunum við kaup á matvælum, dælum, hreinsiefnum og tækjum til uppþurrkunar að verðmæti 635.000 dollarar.
 • Ítarlegri upplýsingar eru að finna um kirkjuna um allan heim á www.lds.org.

 

Meiri upplýsingar fyrir fjölmiðlar

Trúboðsverk og vöxtur
Skipulag og stjórnun