Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten Tage
Fréttir - 30.03.2015

 

Samfélagsmiðlar

Samfélagsmiðlar eru orðnir afar stór hluti af lífi flestra. Fólk notar þá oft til að tengjast fjölskyldu og vinum víða um heiminn. Með þeim er líka hægt að tengjast öðrum áhorfendum aðalráðstefnu.

Riikka Voutilainen, frá Finnlandi, hefur unun af því að nota Facebook til þess að ræða um aðalráðstefnu, sem hún hefur nú gert í um fjögur ár. „Yfirleitt þá pósta ég hlekknum einu sinni eða tvisvar mánuðinum áður en aðalráðstefna hefst,“ sagði Voutilainen. „Á degi ráðstefnunnar, þá [pósta ég] einstökum ráðstefnuhlutum.“

Alltaf á sex mánaða fresti, þá skráir hún sig á aðalráðstefnusíðuna, til að láta vita af þátttöku sinni, og býður einhverjum vinum með því að senda þeim tölvupóst með skilaboðum og viðeigandi hlekk. Hún póstar ræðum sem höfða til hennar, skrifar eigin athugasemdir eða vitnar í einhverja ræðu.

Marie Huber, frá Austurríki, finnst gott að nota Facebook til að skrá sig í aðalráðstefnuhóp til að láta fólk vita að hún verður þátttakandi.  „Ég vil fylgjast með því hvaða ræður vinir á bæði Facebook og Twitter telja þess virði að fjalla um,“ sagði Huber. „Ég skrifa ábendingar þar við og miðla kannski sjálf tilvitnunum eða athugasemdum.“

Hún leitar að tilvitnunum og myndum á Pinterest og endurles tilvitnanir í tvítum eða skrautbréfum sem einhver hefur hengt á Pinterest. Það minnir hana á hugsanir sem komu upp þegar hún hlustaði á ræðu, en „þannig getur hún látið upplifun aðalráðstefnu vara lengur en aðeins eina helgi.“

Yfirleitt horfum við ein á ráðstefnur á Alnetinu eða aðeins með fjölskyldu okkar og áttum okkur ekki á hve fjölmennið er mikið sem í raun horfir á með okkur,“ sagði Huber.

Moses Parkinson, frá Austurríki, notar líka Facebook til að pósta um aðalráðstefnu. „Ég sendi út samantekt þeirra ræðna sem fluttar hafa verið,“ sagði Parkinson. „Ég nota Twitter líka, en ekki jafn mikið og Facebook.“ Parkinson á góðan vin sem gekk í kirkjuna í gegnum samfélagsmiðil.

Aðalráðstefna verið send út 4. og 5. apríl á Alnetið og í kirkjubyggingar víða um Evrópu. Í Evrópu eru aðalráðstefnur sýndar í yfir 1200 byggingum. Öllum er boðið að koma.