Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten Tage
Fréttir - 26.03.2015

 

Munið þið eftir aðalráðstefnu á árum áður

Heber J. Grant forseti við hljóðnemann árið 1922 þegar hann vígði fyrstu útvarpsstöðina. Tveimur árum síðar var aðalráðstefna send út með útvarpsbylgjum.

Eftir því sem tækninni hefur fleygt fram á síðustu öld, þá hafa meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu víða um heim notið þess ávinnings að aðalráðstefnur hafa orðið aðgengilegri. Í Evrópu hafa þeir sem njóta vilja aðalráðstefnu ekki alltaf haft svo auðveldan aðgang að útsendingum.

Norbert Meissner, frá Þýskalandi, man eftir því þegar aðalráðstefnur voru sendar út í kapellur í gegnum símalínu. Foreldrar hans fóru ásamt honum og tveimur bræðrum hans í stikumiðstöðina í Nuremberg, þar sem þau voru allan daginn. Þá var hann tíu ára og honum fannst þetta „afar leiðinlegur tími.“

„Gæði útsendingarinnar voru afar slæm,“ sagði Meissner. „Hljóðið var eins og í síma, en þó ekki stafrænum. Það var hliðrænt og með miklum truflunum.“
Daryl Watson, frá Skotlandi, man eftir aðalráðstefnum seint á áratugnum 1960, þegar þær voru sendar út í gegnum símalínu í kapellur.

„Fjölskyldan mín þurfti að ferðast um 50 kílómetra til kapellunnar í Edenborg, til að hlusta á ráðstefnur,“ sagði Watson. Símvirki þurfti að setja upp sérstaka símalínu nokkrum dögum fyrir ráðstefnuna og síðan að aftengja hana eftir ráðstefnuna. Móðir Watsons átti erfitt með þessa aðferð, einkum þar sem hún þurfti að sinna yngri börnunum.

„Oft slitnaði sambandið líka og maður heyrði ekkert um hríð,“ sagði Watson.
Loks kom að því að í stað símalínu komu útvarpssendingar, með myndum sem varpað var á tjald með sýningarvél af aðalvaldhöfum sem töluðu. Brátt tók það enda, seint á áratugnum 1970, og stikur fengu send myndbönd af aðalráðstefnu fáeinum vikum eftir að þær voru haldnar.  Sérstakar samkomur voru ráðgerðar sem meðlimir sóttu.

Dinis Adriano, frá Portúgal, man eftir því að hafa horft á aðalráðstefnur á myndböndum þegar hann var á efri unglingsárum. „Það var kveðjuræða Bruce R. McConkie,” sagði Dinis. „Það var á laugardegi og ég hreifst mikið af henni. Ég man eftir því að hafa hlustað á öldung McConkie flytja þessa kröftugu ræðu, án þess að skilja allt efnið, en skynja andann aldrei sem fyrr.“

Bróðir Dinis, Paulo, man eftir því að hafa lesið tímaritið Líahóna eftir aðalráðstefnur. „Það voru miklar tafir í þýðingarferlinu á Portúgölsku,“ sagði Paulo. „Ég man eftir því að hafa opnað blaðið strax í miðjunni til að gá að því hvort miklar breytingar hefðu átt sér stað í sveitunum.“ Þegar gervihnattarútsendingar urðu að veruleika, þá breyttist upplifun Paulo „á sérstakan hátt.“ Að geta séð Ezra Taft Benson forseta í beinni og alla aðalvaldhafana, var einstök upplifun fyrir mig,“ sagði Paulo. Hann man líka eftir því að hafa fengið myndbönd. „Þegar ég lít til baka, þá hljómar það einkennilega að hafa þurft að bíða í tvo eða þrjá mánuði eftir vita hvað sagt var á aðalráðstefnum.“

Hanno Luschin, frá Þýskalandi, man líka eftir gervihnattarútsendingum. Hann fór með fjölskyldu sinni í stikumiðstöðina alltaf á sex mánaða fresti, og missti aldrei af því. Eftir því sem tækninni fleygði fram, gat hann og fjölskylda hans – sem bjó í Englandi rétt fyrir síðustu aldarmót –  stillt lítinn gervihnattarmóttakara á heimili sínu og tekið þannig á móti útsendu merki frá aðalráðstefnu.

„Það var alltaf ævintýralegt að sjá á einn eldri drengjanna minna upp í stiga efst á húsinu, snúandi móttökudisknum varlega og ég sjálfur gæta að styrkleika merkisins í sjónvarpinu til að ná fram góðri mynd og hljóði,“ sagði Luschin.
Þegar Alnetið gerði aðalráðstefnur jafnvel enn aðgengilegri, tók Luschin að horfa á aðalráðstefnur í beinni á heimili sínu. Þegar hann og fjölskylda hans fluttu um Evrópu, urðu útsendingartíma stöðugt seinni og stundum horfði Luschin á aðalráðstefnur fram til klukkan 5 á morgnana, er þeim lauk.

„Hver mínúta var þess virði,“ sagði Luschin. Hann hugsar stundum um liðinn tíma, þegar það tók mánuði að koma boðskap á leiðarenda til hinna ýmsu heimshluta. „Hve blessuð við erum að hafa aðgang að orðum lifandi spámann, til að leiða okkur á þessum síðustu dögum.“