Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten Tage
Fréttir - 28.03.2015

 

Kirkjan sendir frá sér páskamyndbandið „Af því að hann lifir“

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu mun, sunnudaginn, 29 mars 2015, senda frá sér myndband helgað páskum, sem tekur mið af kenningum  Jesú Krists. Þess er vænst að myndbandið „Af því að hann lifir“ muni ná til milljóna á félagsmiðlum, með sýningu í völdum gestamiðstöðum, sem tæki fyrir meðlimi og trúboða og með auglýsingum á Alnetssíðum sem greitt verður fyrir.
 
Æðsta forsætisráð kirkjunnar mun senda meðlimum tölvupóst 28. mars, með boði um að taka þátt í verkefninu. Í marsútgáfum kirkjutímaritanna Líahóna, Ensign og New Era verða líka kynningar á þessu fjölmiðlaverkefni.
 
„Sem fylgjendur Drottins Jesú Krists á þessum síðari dögum, þá er okkur boðið að bera vitni um raunveruleika friðþægingar og upprisu frelsarans. … Líkt og englarnir kunngjörðu á hádegisbaugi tímans, þá lýsum við líka yfir: ‚Hann er ekki hér. Hann er upp risinn‘ [Matt 28:6]. Hann lifir. Þar sem hann lifir, þá getum við líka þekkt‚ frið í þessum heimi og eilíft líf í komanda heimi‘ (K&S 59:23),” sagði öldungur Russell M. Nelson í Tólfpostulasveitinni í marsútgáfu Ensign. 
 
„Við verðum í næstum öllum löndum með þennan boðskap okkar, bjóðandi öllum að læra meira um Jesú Krists og fylgja fodæmi hans í sínu daglega lífi,“ sagði Greg Droubay, framkvæmdstjóri fjölmiðla fyrir trúboðsdeild kirkjunnar, ennfremur.

Droubay greindi frá því að innblástur verkefnisins væri skjalið „Hinn lifandi Kristur“, sem gefið var út í janúar árið 2000. „Það sérstaka skjal var undirritað af lifandi postulum, sjáendum og opinberurum og bar vitni um Jesú Krists, aðeins á þann hátt sem þeir geta gert, var hugmynd, grundvöllur og boð verkefnisins, sem við viljum koma áleiðis til heimsins,“ sagði hann.

Efni sem tengist „Af því að hann lifir“ verður svo póstað daglega á fréttasíður mormon.org (Facebook, Twitter og Google+), frá laugardeginum 28. mars, til og með páskasunnudagsins 5. apríl næstkomandi.  Efnið á samfélagsmiðlunum verður dæmi um þær blessanir sem við getum hlotið í okkar daglega lífi. Þeir sem miðla efninu á netinu eru hvattir til að nota #BecauseHeLives á samfélagsmiðla sína. Þessi innblásni boðskapur verður allt árið fyrir hendi til að miðla.
 
Kirkjan hefur sett fram vefsíðuna HeLives.mormon.org, sem hefur að geyma myndbandið „Af því að hann lifir,“ sem hefur að marki að uppgötva, þekkja og tileinka okkur kenningar Jesú Krists og allt sem hann gerði mögulegt með friðþægingu sinni. Frásagnir af daglegum viðburðum síðustu viku lífs frelsarans verður rauði þráðurinn.
 
Bæði vefsíðan og myndbandið, sem er um tveggja mínútna langt, eru fáanleg á 21 tungumáli: Ensku, spænsku, portúgölsku, albönsku, armenísku, cebúanísku, kínversku, hollensku, frönsku, indónesísku, ítölsku, japönsku, kóresku, lettnesku, pólsku, sænsku, tagalogísku, tælensku og úkraínsku.

Droubay sagði albanísku vera nýjasta tungumálið sem hefði bæst í hópinn. „Ástæða þess er sú að mormon.org var nýverið gerð möguleg á því tungumáli. Þar er því mögulegt að ná til nýs hóps af fólki.“
 
Páskasunnudaginn 5. apríl verður verkefni kirkjunnar „Af því að hann lifir“ á aðalheimasíðu YouTube í níu löndum, þ.m.t. í Bandaríkjunum, með mögulegt 250 milljóna manna áhorf. Önnur lönd eru Kanada, Mexíkó, Argentína, Síle, Kólombía, Brasilía, Japan og Ítalía.

„Þetta tækifæri á YouTube á sér ekki hliðstæðu í sögu kirkjunnar í því að ná til fólks um allan heim á einum degi,“ sagði Droubay. Á aðalborðanum verður styttri útgáfa af myndbandinu sem og boð um að fara á vefsíðuna.

„Við höfum mikinn áhuga á því að auka tækifæri trúboðanna okkar til að kenna,“ sagði Droubay. Trúboðar hafa með sér dreifispjöld til að auglýsa verkefnið um páskahátíðina og yfir allt árið. Aðrir geta líka keypt spjöldin á netinu.

Auk þess bjóða valdar gestamiðstöðvar upp á sýningu myndarinnar „Af því að hann lifir,“ til ánægju yfir páskahátíðina. „Allar gestamiðstöðvar kirkjunnar í Bandaríkjunum, gestamiðstöðin við musterið í Mexíkóborg og gestamiðstöðin í Hyde Park kapellunni í London, munu hafa sýningarstand til að kynna myndbandið ‚Af því að hann lifir,‘“ sagði hann.
 
Heimsverkefnið „Af því að hann lifir“ er kostað af Trúboðsdeild kirkjunnar í Salt Lake City. Kirkjan setti fram sitt fyrsta páskaverkefni árið 2014, í vikulangri auglýsingaherferð, sem bar yfirskriftina „Sökum hans.“ Það var sett fram með YouTube mynbandi sem fékk yfir 5 milljóna áhorf í fyrstu vikunni sem það var póstað.
 
Í desember náði jólamyndbandið „Hann er gjöfin“ til milljóna á samfélagsmiðlunum, með sýningum í gestamiðstöðvum, sem tæki fyrir meðlimi og trúboða, með greiddum auglýsingum á netinu og utandyra á borgartorginu í New York borg. Myndbandið fékk yfir 33 milljóna áhorf. Jólamyndbandið fjallaði um elsku himnesks föður í tengslum við hina helgu gjöf Jesú Krists. 

„Svo með öllum þessum verkefnum, og nú er nær dregur jólum 2015, munum við leggja áherslu á Jesú Krist og boðakap hans til okkar allra,“ sagði Droubay.