Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten Tage
Fréttir - 26.03.2015

 

Kirkjan ánafnar Bandaríska Rauða krossinum öllum tekjum af sýningu kvikmyndarinnar „Mormónakynni“

Blair Treu, leikstjóri myndarinnar 'Mormónakynni,' Gary E. Stevenson, Yfirbiskup Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og Cliff Holtz, forseti hjálparstarfs Bandaríska Rauða krossins, heilsa hver öðrum áður en kirkjan afhentir Bandaríska Rauða krossinum peningagjöf sína. © 2015 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.

Líknardeild Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu ánafnaði Bandaríska Rauða krossinum 1.8 milljón dollara á fimmtudaginn, sem eru allar sýningartekjur af kvikmyndinni “Mormónakynni,” sem kirkjan sendi frá sér í október síðastliðinn. Gary E. Stevenson, Yfirbiskup kirkjunnar, afhenti Cliff Holtz, forseta Hjálparstarfs Bandaríska Rauða krossins, ávísunina, á sérstökum viðburði í Salt Lake City.

„Þar sem við höfum lengi átt samstarf við [Bandaríska Rauða krossinn],“ sagði Stevenson biskup, „þá var ákveðið að þegar kvikmyndin ‚Mormónakynni‘ kæmi út, yrði allur ágóði hennar ánafnaður Bandaríska Rauða krossinum.
Sýning myndarinnar ‚Kynnist mormónum‘ fór langt fram úr væntingum.“
Sýningar á þessari heimildamynd hófust 10. október 2014, í yfir 400 kvikmyndahúsum víða um landið.

„Mormónakynni“ var mest sótta myndin á yfir 100 stöðum, með flestar sýningar uppseldar víða um landið, þ.á.m. í New York City, Detroit, Miami, Salt Lake City, Las Vegas, Dallas, Phoenix og á ýmsum stöðum í Kaliforníu.

Gail J. McGovern, aðalframkvæmdarsjóri Bandaríska Rauða krossins, benti á þau ótal skipti sem kirkjan hefur brugðist við þegar hörmungar hafa ryðið yfir í heiminn og sagði í myndbandi: „Enginn getur virkjað fólk til hjálparstarfs eins og kirkja SDH gerir.“

Heidi Ruster, aðalframkvæmdastjóri Utah-svæðis Rauða krossins, benti á að kirkjan hefur ekki aðeins verið virkur þátttakandi í hjálparstarfi í Utah, heldur víða um heim. Hún sagði: „Á þessu ári voru það óvæntar gleðifréttir að kirkjan skyldi ánafna öllum ágóða af kvikmyndinni ‚Mormónakynni.‘ Við erum afar þakklát fyrir það.“

Allr frá upphafi hafði kirkjan tilkynnt að allur ágóði yrði ánafnaður Bandaríska Rauða krossinum. Í opinberum skýrslum kemur fram að myndin hafið rakað inn yfir 6 milljónum dollara, sem setur hana í flokk með 40 efstu heimildarmyndum allra tíma. Eftir kvikmyndahúsa- og dreifingarkostnað var ágóðinn rétt tæpar 1.8 milljón dollarar.  Kirkjan ánafnaði Rauða krossinum fullri 1.8 milljónum dollara.
 Rauði krossinn og Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hafa starfað saman í nær 100 ár við að koma hinum nauðstöddu til hjálpar. Í Fyrri heimstyrjöldinni tók Líknarfélag kirkjunnar höndum saman með Rauða krossinum við framleiðslu og geymslu matvæla, peningasöfnun, verferðarstarf barna og á fleiri sviðum. Líknarfélagið starfaði líka með Rauða krossinum snemma á tuttugustu öldinni, er yfir 10.000 Líknarfélagssystur luku námskeiðum Rauða krossins í heimahjúkrun, neyðarhjálp og næringarfræði.

Kvikmyndin „Mormónakynni“ er nú til sýninga á sjónvarpsstöðum og hjá stafrænum myndsýningaraðilum í Bandaríkjunum og líka í gestamiðstöðum og á sögusöfnum kirkjunnar. Kvikmyndin verður gefin út á DVD og Blu-ray í lok þessa mánaðar. Myndin verður líka fáanleg á Netflix síðar á þessu ári. „Mormónakynni“ er líka sýnd í öðrum löndum.

Kirkjan var meðal 15 samfélagssamtaka og einstaklinga sem fengu viðurkenningu fyrir þjónustustörf í Hádegisverði þjónustuhetja 2105. Sharon Eubank, framkvæmdastjóri Mannúðarþjónustunnar, hlaut viðurkenninguna Framúrskarandi samfélagsaðili fyrir hönd kirkjunnar.