Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten Tage
Fréttir - 29.11.2015

 

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu blómgast í Austur-Þýskalandi

Siegfried og Erika Müller njóta þess að viðhalda lóðinni umhverfis samkomuhúsið.

Kyrrlátur og afvikinn staður í Zwickau, Þýskalandi, er skrýddur bóndarósum, túlípönum, páskaliljum, sverðliljum og hýasintum. Rauðsteinastígur liggur um nýslegið graslendið, setubekkir eru neðan við skuggsæl trén og meðfram stígnum eru blómaker í sama stíl.   

Það eru ekki landslagsarkitektar sem móta garðinn, heldur eru það aðeins fjórar hendur, þeirra Siegfried og Eriku Müller, sem sjá um að planta, hreinsa og sniðla en bæði eru þau meðlimir Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Þessi kyrrláti staður er kapellulóð kirkjunnar og garðurinn og samkomuhúsið hafa í auknum mæli dregið að sér fleira fólk hvarvetna að úr samfélaginu. 

„Árið 2002 spurði biskupinn mig að því hvort ég væri fús til að sjá um lóð Zwickau-kapellunnar, því fram að því hafði hann sjálfur séð um viðhald hennar,“ sagði Siegfried. „Fjölskyldan mín var með á uppeldisárum mínum og ég naut þess að hugsa um hann.“

Müller-hjónin tóku boðinu af ánægju og hafa æ síðan séð um viðhald lóðarinnar umhverfis samkomuhúsið. Siegfried og Erika hittust í Bernburg árið 1957, féllu hugi saman, giftust árið 1958 og hófu búskap undir vökulu auga þýska alþýðulýðveldisins.  

Samfélagsþátttaka Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu var takmörkuð hinu megin járntjaldsins. Trúboð var bannað og óheimilt var að dreifa trúarlegu efni. Um tíma þurfti kirkjan að skrifa vikulega greinargerð um áætlaðar athafnir og starfsemi kirkjunnar. Opinber stimpill og undirritun gerðu hinum heilögu kleift að halda starfinu áfram.      

Müller-hjónin gerðu það sem þau gátu og afrituðu trúarlegar kennslubækur, sem Siegfried, fyrrverandi trúboðsforseti umdæmisins, fékk síðan trúboðsleiðtogum deilda í Austur-Þýskalandi. 

Í dag hefur trúfrelsi leitt til þess að kirkjan hefur vaxið og aukið aðild sína í Zwickau. Sonur Müllers-hjónanna, Jörg, er biskup Zwickau-deildarinnar og hefur umsjón með mörgum athöfnum kirkjunnar, þar á meðal vinsælum íþróttatímum á efri hæð samkomuhússins. 

„Húsi er öllum opið,“ segir Jörg. „Fólk af öllum toga, trúarbrögðum og menningu, sækir íþróttatímana okkar. Hverfisíbúar koma og leika sér á grasflötinni. Það eru líka margar aðrar athafnir - tónlistarviðburðir, Líknarfélagsathafnir, hljómleikahald, Garpa laugardagur - og oft koma nýir trúarnemar og vinir.“

Eitthvað má finna fyrir alla í Zwickau-kapellunni - unga, aldna og alla þar á milli. Hópur ungs fólks Síðari daga heilagra, frá nærliggjandi svæðum, kemur saman alla fimmtudaga í „eldri deild trúarskólans,“ þar sem þau læra og ræða um trúarkenningar sínar. 

Müller-hjónin koma nokkrum sinnum í viku til að gæta að lóðinni, meðan á starfsemi stendur. „Við getum þetta, því við elskum Drottin,“ sagði Erika. „Húsið er helgað Drottni,“ bætti Siegfried við. „Ef hann kæmi, vildi ég að hann hefðu unun af staðnum.“

Siegfried bankar oft á dyr sonar síns eftir að hafa lokið verki sínu. „Þegar hann kemur heim frá kirkju, bankar hann og segir: Nú getur Drottinn komið,“ segir Jörg. „Það veitir mér mikla ánægju að heyra það bank.“