Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten Tage
Fréttir - 15.12.2015

 

Jólakveðjur frá Æðsta forsætisráðinu

Æðsta forsætisráð Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu:

Þegar við fögnum jólunum, beinast hugsanir okkar að hinum ljúfa atburði, er Friðarhöfðinginn og ljós heimins fæddist (sjá Jesaja 9:6). Jesús Kristur er lausnari okkar og frelsari, sem var „særður vegna vorra synda . . . og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir“ (Jesaja 53:5). Hann lofaði:  „Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins“ (Jóhannes 8:12).

Við biðjum þess einlæglega þessi jól, að ljós og vitnisburður frelsarans, muni fylla hjörtu okkar, að líf okkar endurspegli líf og eiginleika hans og að fólk hvarvetna muni taka á móti blessun miskunnar og náðar hans, sem gerð var möguleg með friðþægingarfórn hans.

Megi hvert okkar njóta blessunar á þessum gleðitíma ársins, og megum við minnast af þakklæti hinnar óviðjafnanlegu gjafar himnesks föður til okkar – sonar hans, Drottins Jesú Krists.

Thomas S. Monson
Henry B. Eyring
Dieter F. Uchtdorf