Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten Tage
Fréttir - 11.05.2015

 

Eining í margbreytileika

Fyrsti hluti af þremur um hina heimslægu kirkju.

Getur eining og margbreytileiki farið saman í kirkju? Í okkar heimi, þar sem aldrei hefur verið auðveldar að skiptist á hugmyndum og miðla eigin menningu, gæti þessi spurning átt betur við: „Hvernig getur kirkja átt tilveru án einingar og margbreytileika?“ Þetta tvennt er langt frá því að eiga ekki saman, heldur vegur það hvort annað upp, líkt og tvær hliðar á smápeningi.

Hin margbreytilega ásjóna mormóna

„Þess vegna eruð þér ekki framar gestir og útlendingar, heldur eruð þér samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs.“ Ef 2:19
Ásjóna Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er að breytast. Áður fyrr samanstóð kirkjan að mestu af fólki frá Norður-Evrópu og kjarnanum í Utah, en meðlimafjöldi kirkjunnar hefur vaxið um heim allan frá miðri tuttugustu öld. Í kirkjunni eru nú allir kynþættir og menningastraumar og  margbreytileikinn hafa aldrei verið meiri.

Margbreytileikinn gæti komið ykkur á óvart. Síðari daga heilagir búa í 190 löndum og lögsögum, tala yfir 120 tungumál og tilbiðja í nær 30.000 söfnuðum víða um heim. Brasilíubúar sjá um starfssemi kirkjunnar í Brasilíu. Japanir sjá um verkskipulag í Japan. Þjóðverjar kenna meðlimum fagnaðarerindið í Þýskalandi. Stundum stofnar kirkjan söfnuði til að koma á móts við nýbúasamfélög, t.d. Pólverja í Chicago, Kínverja í Salt Lake City og Kambódíubúa í Massachusetts.
Trúboðar hvarvetna um heim þjóna í yfir 400 trúboðum. Ungur ítalskur maður gæti þjónað í trúboði í Englandi þar sem Mandarín er töluð. Ung áströlsku kona gæti verið trúboði í Kaliforníu þar sem hmongmál er talað og hjón á eftirlaunum frá Idaho gætu þjónað í Indlandi í læknistrúboði. Slíkir sjálfboðaliðar tileinka sér framandi menningu og elska fólkið sem þeir þjóna.

Tölfræðin segir aðeins hálfa söguna. Stór hluti sögunnar tengist menningarlegri tjáningu. Þegar fólk fer á menningarviðburð í tengslum við vígslu einhvers musteris SDH, mun það upplifa táp og fjör fólksins víða um heim.  Hvort heldur það er menningarlistfengi Kyiv musterisins í Úkraínu, Austur-Evrópu, eða fjörugri sýningu í Buenos Aries í Argentínu, þá eru þessi hátíðarhöld lýsandi fyrir dans, tónlist og hefðir Síðari daga heilagra í sínum heimalöndum.
Á þriggja ára fresti tekur listafólk mormóna víða um heim þátt í alþjóðlegri listkeppni. Kirkjan er gestgjafi þessa viðburðar og á honum eru málverk, teikningar, ljósmyndir, höggmyndir og fleira. Þessum listmunum er komið fyrir á einni sýningu og endurspegla trú og listfengi andlegs ímyndunarafls. Þátttakendur eru gæddir persónuleika arfleifðar sinnar og næmni trúar sinnar. Ekkert eitt yfirskyggir annað og litróf fagnaðarerindisins er lýsandi.
Í hverju landi og svæði, leggja Síðari daga heilagir af mörkum til eigin menningar. En hvert sem þjóðernið eða ytra útlitið er, þá hafa þeir sameiginlegt auðkenni sem börn sama föður á himnum. Kynþáttur er lýsandi fyrir tilgang mannkyns. Slíkur margbreytileiki er auðgandi og fagnaðaerindi Jesú Krists rúmar þá alla.

Eins og líkami Krists

„ Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur.“ 1 Kor 12:12

Þeir sem lifa eftir fagnaðarerindinu þurfa ekki að láta af því sem gerir þá einstæða. Þeir eiginleikar sem auðkenna okkur og efla persónuleika okkar, verða kirkjunni líka til góðs. Í Nýja testamentinu líkir Páll postuli kirkjunni við líkama Krists. Á hans tíma tók kirkjunni að vaxa ásmegin meðal hinna ýmsu menningarstrauma og þjóðarbrota við Miðjarðarhafið. Hann skrifaði: „Í einum anda vorum vér allir skírðir til að vera einn líkami“ (1 Kor 12:13). Þetta á líka við um okkar tíma. Í kirkjunni er fólk af næstum öllum kynþáttum og þjóðerni og hver þeirra er mikilvægur af heildinni.

Síðari daga heilagir leggja áherslu á það sem þeim er sameiginlegt, þótt þeir séu ólíkir að uppruna. Hvort heldur sem meðlimir kirkjunnar ferðast til Seoul, Sao Paulo eða St. Petersburg, þá upplifa þeir vináttu innan sína trúarlega samfélags. Þeir hafa sömu trúarskoðanir, svipað málfar og sameiginlegri skuldbindingu um að annast hver annan. Þótt þeir kunni að hafa ólíkar stjórnmála- eða hagkerfisskoðanir, slípast þeir saman við að ræða ólíkar nálganir af skilningi og tillitssemi.

Þið getið fundið ykkur heimkomin, ef þið farið í kapellu mormóna og hlustið á hljómafall lofgjörðarsamkomu mormóna. Sunnudagssamkomur eru að sömu fyrirmynd, hafa álíka tónlist og þjónusta sakramentis er sú sama. Í ræðum er vísað í sömu ritningar og kennarar hafa sömu lexíur. Sömu námsgögn eru þýdd og þeim dreift til safnaða hvarvetna um heim.  Hver Síðari daga heilagur tileinkar sér samt upplifun sína á ólíkan hátt. Sameiginleg trúarmenning ríkir meðal ólíkra einstaklinga og samfélaga.

Þegar allt kemur til alls, þá eru engir bandarískir Síðari daga heilagir, evrópskir Síðari daga heilagir, latneskir Síðari daga heilagir, afrískir Síðari daga heilagir eða asískir Síðari daga heilagir.  Það eru einfaldlega aðeins Síðari daga heilagir.