Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten Tage

MUSTERI

Þegnar Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu líta á musterið sem hús Drottins og helgasta stað jarðar. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu reisir musteri (sjá 1. Kronikubréfið 28:1–6) til að gera fólki kleift að taka þátt í endurleysandi helgiathöfnum til að styrkja það og búa það undir lífið eftir dauðann. Hæsta helgiathöfn er hjónabandsvígslan, einnig nefnd innsiglun. Prestdæmishafi sem hefur til þess vald innsiglar hið eilífa samband, sem varir handan dauða, í þeim tilgangi að sameina fjölskylduna um alla tíð.

Forsenda þess að pör geti sameinast um eilífð, ásamt öllum ættmennum sínum – áum og niðjum – er hlýðni við reglur og boðorð og að lifa kristilegu lífi að velþóknun Guðs, sem biskup á heimasvæði staðfestir með undirskrift á meðmæli sem veita aðgang að musteri.

Allar aðrar helgiathafnir í musterinu eru ætlaðar hinum lifandi, og hinum dánu með hjálp staðgengla (1. Korintubréfið 15:29; 1. Pétursbréf 4:6), í þeim tilgangi að kenna þeim um eilífa framþróun mannsins, fyrirætlun Guðs með sköpunina og helga sáttmála.

Allt miðar þetta að því að maðurinn geti snúið að nýju til himnesks föður.

 

Meira um "Musteri"