Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten Tage

TRÚARSKÓLI ELDRI BEKKUR

Hvað er trúarskóli eldri bekkur?

Trúarskóli eldri bekkur er skemmtilegur! Hann er líka afdrep frá áreiti og erfiðleikum heimsins.  Dagskrá trúarskóla eldri bekks snýst um lærdóm um eilífðina og miðar að því að fólk geti endurnærst og orðið snortið af andanum.  Reglubundnir námsbekkir standa til boða yfir vikuna, þar sem tekist er á við fjölda trúaratriða og nemendur með álíka hugsjónir geta komið þar saman til andlegrar, félagslegrar og menningarlegrar þátttöku. Trúarskóli eldri bekkur leggur sitt af mörkum við að búa fólk undir musterið og fastatrúboð.

Hverjir geta sótt trúarskóla eldri bekk?

Allir einhleypir fullorðnir, á aldrinum 18 til 30 ára, sem og giftir nemendur og lærlingar, geta sótt námsbekki trúarskóla eldri bekk og tekið þátt í athöfnum og verkefnum félagsmiðstöðva trúarskóla eldri bekks.

Hvernig get ég gengið í trúarskóla eldri bekk??

Bara með því að koma á staðinn. Fólk mun taka á móti þér af vinsemd og segja þér hvaða námsbekkir séu í boði þá stundina og hvaða starfsemi sé í gangi. Það mun kynna þig fyrir öðru ungu fólki og brátt munt þú eignast nýja vini.

Hvað um félagsstarfið? 

Trúarskóli eldri bekkur stendur fyrir margs konar félagsstarfi, til að mynda dansleikjum, partíum, íþróttaviðburðum, kvöldleikjum, ferðum og fl.

Hvað hefur Hinckley forseti sagt um trúarskóla eldri bekk?

„Við vonum að allir sem þess eiga kost taki þátt í þessari starfsemi. Þekking á fagnaðarerindinu mun aukast, trú mun styrkjast og þið munuð njóta dásamlegs félagsskapar og vináttu þeirra sem hafa álíka hugsjónir.“ (“Of Missions, Temples, and Stewardship,” Ensign, nóvember 1995, bls. 51).