Kirche Jesu Christi der Heiligen der Letzten Tage

MIÐSTÖÐ FYRIR UNGT FÓLK

 

Hvað er Miðstöð fyrir ungt fólk?

Miðstöð fyrir ungt fólk, sem er félagsmiðstöð kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, var sett á laggirnar 9. október 2007. Í stjórnarráði eru Unnur Erna Ólafsdóttir, og Martin V. Ho. Þeim til aðstoðar er Kristján Geir Mathiesen sem ráðgjafi. 

Starfsemin er í beinu sambandi við trúarskóla kirkjunnar, þar sem farið er yfir námsefni úr ritningunum; Gamla testamenntið, Nýja testamentið, Mormónsbók og Kenningu og sáttmála. Á námsárinu 2011-2012 verður námsefnið Gamla testamentið og fer kennsla fram í safnaðarheimilinu við Ásabraut 2 í Garðabæ, á fimmtudögum kl. 19:30. Öllum er velkomið að koma í trúarskólann og meðlimir kirkjunnar á aldrinum 18-30 ára eru sérstaklega hvattir til að skrá sig í áfangann.

Það sem af er þessu ári hefur Útrásin boðið upp á skemmtun af ýmsu tagi; menningarkvöld Útrásar hafa verið sérlega vinsæl, þar er tekin fyrir menning ýmissa landa og boðið er upp á skemmtiatriði, stutta kynningu á menningu og þjóð og að öllu því loknu er boðið upp á hefðbundinn mat frá viðkomandi landi. Vinakvöld eru  haldin á mánudögum, þar sem farið er í leiki og boðið upp á andlega og líkamlega hressingu. Kvöldmáltíð er í boði kl. 19:00 og er ætlast til að þeir sem borði leggi til 250 kr. upp í kostnað. 

Á sumrin og haustin eru farnar ýmsar ferðir, þar á meðal er sumarbústaðaferð á vegum trúarskólans í upphafi hvers skólaárs. Árlega, í júlí, er farin utanlandsferð á Festinord, sem er norrænt mót í fimm daga fyrir unga einhleypa þar sem haldin eru m.a. íþróttamót, kvöldvökur, dansleikir og áhugaverðir fyrirlestrar. Þar koma saman um 600 manns, aðallega frá Norðurlöndunum en þar að auki kemur mikill fjöldi frá Englandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi og fleiri löndum um heim allan. 

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar, hafðu þá endilega samband í CfYA-ISL-Reykjavik@ldschurch.org

„Þessar félagsmiðstöðvar fyrir ungt fólk eru afar mikilvægar. . . . Trúarleg endurvakning er nú hafin meðal ykkar kynslóðar í þessum löndum. Við höfum þessar innblásnu félagsmiðstöðvar útrásarverksins. Eru til betri staðir til að bjóða vinum ykkar að koma á, svo þeir geti upplifað stemmninguna þar með ykkur? Ég hvet ykkur til að líta til vina ykkar og bjóða þeim að koma þangað með ykkur.“ (Öldungur L. Tom Perry, sumarráðstefna ungra einhleypra, Kiel, Þýskalandi, 2005)